Leiguvefur igloo notar kökur.

Sjá nánar um kökustefnu.

Að segja upp leigusamningi

Almennt er hægt að segja upp leigusamningi en reglur um uppsögn eru ólíkar eftir því hvort um tímabundinn eða ótímabundinn leigusamning er að ræða. Þá er mikilvægt að hafa í huga að uppsögn leigusamnings skal alltaf vera skrifleg og send með sannanlegum hætti. Þannig dugar að senda tölvupóst á skráð netfang aðila samkvæmt húsaleigusamningi. Góð samskipti draga þó alltaf úr hættunni á ágreiningi og því getur verið gott að tryggja að uppsögn hafi komist til skila, t.d. með samtali.

55. gr.

Uppsögn ótímabundins leigusamnings er heimil báðum aðilum hans.

Uppsögn skal vera skrifleg og send með sannanlegum hætti.

Tímabundnir leigusamningar renna sjálfkrafa út á ákveðinni dagsetningu án þess að frekari tilkynningar sé þörf frá hvorum aðila samnings. Á meðan leigutíminn stendur er ekki hægt að segja upp samningnum nema við sérstakar aðstæður sem eru skilgreindar í samningnum sjálfum.  

Í tilvikum þar sem upp kemur þörf á að segja upp tímabundnum samningi, þarf að hafa sérstakar ástæður sem eru ekki nefndar í húsaleigulögum. Þessar ástæður þurfa að vera tilgreindar skýrt í leigusamningnum. Lögaðilar sem leigja ekki út í hagnaðarskyni er þó leyfilegt að segja upp tímabundnum leigusamningi ef leigjandi uppfyllir ekki lengur skilyrði sem eru tilgreind í samningnum. Allar uppsagnir þurfa að vera skriflegar og vel rökstuddar.

Dæmi um lögmæta uppsögn á tímabundnum samningi gæti verið þegar eign er sett á sölu og tilgreint hefur verið í leigusamningi að segja megi honum upp við sölu. 

  • Skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera a.m.k. þrír mánuðir.

58. gr.

Tímabundnum leigusamningi lýkur á umsömdum degi án sérstakrar uppsagnar eða tilkynningar af hálfu aðila.

Tímabundnum leigusamningi verður ekki slitið með uppsögn á umsömdum leigutíma, [sbr. þó 50. gr.] 1) Þó er heimilt að semja um að segja megi slíkum samningi upp á grundvelli sérstakra forsendna, atvika eða aðstæðna [enda sé ekki fjallað um viðkomandi forsendur, atvik eða aðstæður í lögum þessum og skulu þau] 2) tilgreind í leigusamningi. [Skal gagnkvæmur uppsagnarfrestur vera a.m.k. þrír mánuðir. Þá er leigusala sem er lögaðili sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni heimilt að segja upp tímabundnum leigusamningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti þegar leigjandi uppfyllir ekki lengur lögmæt og málefnaleg skilyrði leigusala fyrir leigu á húsnæði sem tilgreind eru í leigusamningi eða veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar svo unnt sé að staðreyna hvort hann uppfylli skilyrðin. Uppsögn tímabundins leigusamnings skal vera skrifleg og skal henni fylgja rökstuðningur fyrir uppsögninni.]

Ótímabundnum leigusamningum má segja upp af báðum aðilum. Uppsagnir þurfa að vera skriflegar og afhentar á sannanlegan hátt. Uppsagnarfrestur byrjar fyrsta dag næsta mánaðar eftir að uppsögnin er send og leigjandi þarf að hafa rýmt og skilað húsnæðinu í lok uppsagnarfrestsins.

Uppsagnarfresturinn er breytilegur eftir tegund húsnæðis. Þannig er uppsagnarfresturinn styttri fyrir geymslur en lengri fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði, sérstaklega ef leigjandi hefur búið þar lengi.

  • Einn mánuður af beggja hálfu á geymsluskúrum og þess háttar húsnæði til hvers sem það er notað.
  • Þrír mánuðir af beggja hálfu á einstökum herbergjum.] 
  • Sex mánuðir af beggja hálfu á [íbúðarhúsnæði], 
  • Sex mánuðir af beggja hálfu á atvinnuhúsnæði fyrstu fimm ár leigutímans,

 

56. gr.

Uppsagnarfrestur ótímabundins leigusamnings skal vera:

    1. [Einn mánuður af beggja hálfu á geymsluskúrum og þess háttar húsnæði til hvers sem það er notað.

    2. Þrír mánuðir af beggja hálfu á einstökum herbergjum.] 1)

    [3.] 1) Sex mánuðir af beggja hálfu á [íbúðarhúsnæði], 1) en [íbúðarhúsnæði] 1) telst hvert það húsnæði þar sem fjölskylda getur haft venjulega heimilisaðstöðu. [Hafi leigjandi haft íbúðarhúsnæði á leigu lengur en tólf mánuði skal uppsagnarfrestur af hálfu leigusala vera tólf mánuðir sé um að ræða lögaðila sem í atvinnuskyni leigir út viðkomandi íbúðarhúsnæði.] 1)

    [4.] 1) Sex mánuðir af beggja hálfu á atvinnuhúsnæði fyrstu fimm ár leigutímans, níu mánuðir næstu fimm ár og síðan eitt ár eftir tíu ára leigutíma.

 [Þrátt fyrir 3. tölul. 1. mgr. er leigusala sem er lögaðili sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni heimilt að segja upp ótímabundnum leigusamningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti þegar leigjandi uppfyllir ekki lengur lögmæt og málefnaleg skilyrði leigusala fyrir leigu á húsnæði sem tilgreind eru í leigusamningi eða veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar svo unnt sé að staðreyna hvort hann uppfylli skilyrðin. Skal slík uppsögn vera skrifleg og skal henni fylgja rökstuðningur fyrir uppsögninni.] 1)

 [Ákvæði 1. mgr. um uppsagnarfrest gilda einnig við uppsögn tímabundins leigusamnings af hálfu leigusala skv. 50. gr.] 


Ef leigjandi heldur áfram að nota húsnæðið eftir að leigutímanum lýkur samkvæmt uppsögn eða samningi, og ef leigusali gerir ekki athugasemdir við það, þá breytist leigusamningurinn í ótímabundinn samning.

57. gr.

Uppsagnarfrestur telst hefjast fyrsta dag næsta mánaðar eftir að uppsögn var send. Leigjandi skal hafa lokið rýmingu og frágangi hins leigða eigi síðar en kl. 13.00 næsta dag eftir að uppsagnarfresti lauk.

Þar sem lengd uppsagnarfrests skv. 56. gr. ræðst af leigutíma er miðað við þann tíma sem liðinn er þegar uppsögn er send.

 

Uppfært 29 maí 2024

HúsaleigulögUppsögn

Var greinin hjálpleg?