Leiguvefur igloo notar kökur.

Sjá nánar um kökustefnu.

Aðgengi leigusala að húsnæðinu á leigutíma

Leigusali á rétt til aðgengi að leiguhúsnæði sínu þar sem tilgangurinn er að framkvæma viðeigandi úrbætur eða eftirlit með ástandi og umgengni við húsnæðið. Þessi aðgangur skal vera veittur með hæfilegum fyrirvara og í nánu samráði við leigjanda, til að tryggja að báðir aðilar séu meðvitaðir um og sáttir við heimsóknina.

Í 1. mgr. 41.gr. húsaleigulaga segir:

Leigusali á rétt á aðgangi að hinu leigða húsnæði með hæfilegum fyrirvara og í samráði við leigjanda þannig að hvorki fari í bága við hagsmuni hans né leigjanda til að láta framkvæma úrbætur á hinu leigða og til eftirlits með ástandi þess og meðferð. Leigusala er þó aldrei heimill aðgangur að hinu leigða húsnæði þegar leigjandi eða umboðsmaður hans er ekki viðstaddur, nema að fengnu samþykki leigjanda.

Þessi heimild er þó ekki ótakmörkuð. Leigusali má ekki framkvæma úttektir oftar en þörf er á, og er það gert til að vernda friðhelgi leigjanda og annarra heimilisgesta. Þá eru heimsóknir til að sýna húsnæðið fyrir mögulegum nýjum leigjendum eða kaupendum einungis heimilar þegar sex mánuðir eða skemmri tími er eftir af leigutímanum. Þetta er gert til að takmarkar alla truflun hjá núverandi leigjanda og veitir honum nægan tíma til að undirbúa sig fyrir mögulegar breytingar á búsetu.

Í 2. mgr. 41. gr. húsaleigulaga segir um aðgengi leigusala á síðustu sex mánuðum leigutímabilsins:

Á sex síðustu mánuðum leigutímabils er leigusala heimilt, sbr. 1. mgr., að sýna hið leigða ákveðinn tíma á dag, þó ekki meira en tvær stundir hverju sinni, væntanlegum kaupendum eða leigjendum, en jafnan skal tilkynna slíka heimsókn með minnst eins sólarhrings fyrirvara. Við slíka sýningu húsnæðisins skal leigjandi eða umboðsmaður hans jafnan vera viðstaddur. Aðilum er þó heimilt að semja sín á milli um aðra tilhögun.

Heimsókn í fjarveru leigutaka

Ef leigusali hyggst heimsækja húsnæðið í fjarveru leigjanda, er það einungis heimilt ef sérstakt samþykki leigjanda liggur fyrir. Slíkar heimsóknir eru undantekningar og ættu aðeins að eiga sér stað undir sérstökum og samþykktum kringumstæðum.

Það er grundvallaratriði að viðhalda góðum samskiptum og trausti á milli leigusala og leigjanda. Samráð og samþykki eru lykilatriði í að tryggja að báðir aðilar séu upplýstir og sáttir við framgang og meðhöndlun mála, þar með talið þegar kemur að nauðsynlegum úrbótum, eftirliti eða sýningum á húsnæðinu

 

Uppfært 10 október 2024

AðgengiSýning

Var greinin hjálpleg?